Til að tryggja viðskiptavinum skjóta og skilvirka þjónustu verður afgreiðsla Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 áfram aðeins opin þeim sem eiga pantaðan tíma.
Tímapantanir í afgreiðslu voru fyrst teknar upp til að bregðast við nálægðar- og fjöldatakmörkunum út af Covid-19 en vegna þess hvað þær hafa gefist vel hefur verið ákveðið að halda þeim áfram þrátt fyrir að slakað hafi verið á samkomutakmörkunum.
Fyrirkomulagið gerir okkur kleift að dreifa komum í afgreiðsluna jafnt yfir opnunartímann og tryggja þannig að einstaklingar sem eiga pantaðan tíma, t.d. vegna myndatöku fyrir skilríki eða annarra erinda sem ekki er hægt að leysa með öðrum hætti, fái afgreiðslu um leið og þeir mæta.
Aukin áhersla verður samhliða þessu lögð á þjónustu stofnunarinnar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og síma 444 0900 og eru umsækjendur og aðrir viðskiptavinir hvattir til að hafa samband við stofnunina eftir þessum leiðum til að fá leiðbeiningar og aðstoð.
Hagnýtar upplýsingar
- Á heimasíðu stofnunarinnar er mikið af gagnlegum upplýsingum sem gott er að byrja á að kynna sér, t.d.:
- Hverjir þurfa dvalarleyfi og hverjir þurfa áritun til Íslands
- Upplýsingar um skilyrði umsókna um dvalarleyfi, áritanir og ríkisborgararétt
- Umsóknareyðublöð
- Hvaða umsóknir hafa verið teknar til afgreiðslu
- Svör við algengum spurningum
- Umsóknir og önnur gögn er hægt að senda inn með bréfpósti eða skila í póstkassa í anddyri stofnunarinnar (frá 8 til 16 virka daga)
- Gögn sem sett eru í póstkassann þarf að setja í umslag og merkja með nafni umsækjanda og kennitölu/fæðingardegi
- Gögn sem sett eru í póstkassann þarf að setja í umslag og merkja með nafni umsækjanda og kennitölu/fæðingardegi
- Greiðsluupplýsingar, reikningsnúmer og kennitala Útlendingastofnunar, eru neðst á heimasíðunni
- Þjónustuver leiðbeinir og aðstoðar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 444 0900
- Mánudaga til fimmtudaga milli 9 og 14 og á föstudögum milli 9 og 12
- Mánudaga til fimmtudaga milli 9 og 14 og á föstudögum milli 9 og 12
- Panta þarf tíma í myndatöku fyrir t.d. dvalarleyfiskort og ferðaskilríki í síma 444 0900