Allur staðlaður texti sem stofnunin útbýr á að vera á bæði íslensku og ensku. Texti sem stofnunin sendir frá sér skal vera á ensku þegar því verður við komið án óhæfilegrar fyrirhafnar og kostnaðar.
Öll samskipti stofnunarinnar, bæði skrifleg og munnleg eru með þeim hætti að þau séu auðskiljanleg umsækjanda/viðtakanda og einfalt fyrir viðkomandi að bregðast við þeim. Allur ritaður texti stofnunarinnar á að vera á einföldu góðu íslensku máli sem er auðvelt að þýða yfir á önnur tungumál án þess að hætta sé á misskilningi.
Útlendingastofnun borgar fyrir túlkun í eftirfarandi málum:
- Í málum sem varða frávísun eða brottvísun.
- Í málum sem varða afturköllun dvalarleyfis.
- Í málum sem varða alþjóðlega vernd.
Í öðrum tilvikum þarf umsækjandi sjálfur að borga fyrir túlkun eða þýðingu.
Ekki er til tæmandi listi yfir túlka- og þýðendaþjónustur á Íslandi. Upplýsingar um löggilta skjalaþýðendur á Íslandi má finna á heimasíðu sýslumanna. Einnig eru starfandi margar túlka- og þýðendaþjónustur hér á landi, lista yfir nokkrar þeirra er að finna hér.
Upplýsingar um löggilta skjalaþýðendur á Íslandi má finna á heimasíðu sýslumanna.
Ef tiltekið tungumál er ekki á lista á heimasíðu sýslumanna, þá eru löggiltir skjalaþýðendur í því tungumáli ekki til á Íslandi og þá þarft þú að leita eftir þýðingu löggilts skjalaþýðanda erlendis. Það er heimilt að leggja fram þýðingu yfir á ensku, dönsku, norsku og sænsku.