Almennt um umsóknir
Búsetuskilyrði og leyfi
Staðfesting vottorða
Skjalaþýðing
Staðfest afrit
Framfærsla og skattframtöl
Íslenskupróf
Sakaferill og sakavottorð
Almennt um umsóknir
Eyðublaðinu þarft þú síðan að skila til Útlendingastofnunar.
- Umsóknareyðublað.
- Vottorð frá Þjóðskrá sem heitir Lögheimilissaga án heimilisfanga, en lönd tilgreind.
- Vottorð frá sveitarfélagi varðandi framfærslustyrk sl. þrjú ár (vottorðið má ekki vera eldra en 30 daga þegar þú leggur fram umsókn).
- Yfirlýsingu frá innheimtumanni ríkissjóðs um að þú sért skuldlaus við ríkissjóð (vottorðið má ekki vera eldra en 30 daga þegar þú leggur fram umsókn).
- Þrjá nýjustu launaseðla eða aðra staðfestingu á framfærslu.
- Nýjustu staðfestu afrit skattframtala, ef við á.
Búsetuskilyrði og leyfi
Búseta telst samfelld hér á landi dveljist þú ekki lengur en 90 daga samtals erlendis á hverju 12 mánaða tímabili. Ef samfelld dvöl erlendis á tímabilinu er lengri en 90 dagar dregst hún öll frá búsetutímanum.
Staðfesting vottorða
Það þýðir að skjalið hefur verið lögformlega staðfest og að það hafi gildi hér á landi. Það eru tvær viðurkenndar leiðir til að fá frumrit vottorða staðfest. Hvor leiðin er farin ræðst af því í hvaða landi vottorðið var gefið út, þ.e. hvort viðkomandi land sé aðili að Haag samningnum.
Apostille vottun er gerð í útgáfulandi skjalsins og þarf því að koma frumriti vottorðsins til stjórnvalds sem veitir slíka vottun í útgáfulandinu. Aðeins er hægt að fá apostille vottun í þeim ríkjum sem eru aðilar að Haag samningnum um afnám áskilnaðar um staðfestingu erlendra opinberra skjala.
Keðjustimplun (einnig kallað tvöföld staðfesting) er notuð í löndum þar sem ekki er hægt að fá apostille vottun. Það þýðir að vottorðið þarf tvo stimpla til að geta talist lögformlega staðfest, annan frá utanríkisráðuneyti þess lands sem gaf vottorðið út og hinn frá sendiskrifstofu Íslands gagnvart útgáfulandinu.
Til að fá slíka stimplun þarf fyrst að senda frumskjalið til utanríkisráðuneytis þess lands sem gaf út skjalið. Viðkomandi ráðuneyti staðfestir skjalið og sendir það áfram til sendiráðs Íslands gagnvart útgáfulandinu eða umsækjandi sér sjálfur um að koma skjalinu til sendiráðsins. Sendiráð Íslands gagnvart útgáfulandinu staðfestir að lokum að fyrri stimpillinn sé réttur.
Skjalaþýðing
Staðfest afrit
Framfærsla og skattframtöl
Annars vegar getur þú sjálf/ur nálgast skattframtölin á heimasíðu RSK og er sú þjónusta gjaldfrjáls. Þú ferð inn á Þjónustuvefinn, og skráir þig inn með veflykli ríkisskattstjóra. Undir Yfirlit smellir þú á Staðfest afrit framtals, hakar við þau framtöl sem þú vilt nálgast og smellir á sækja afrit. Skattframtöl sendir þú svo á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu RSK. Upplýsingar og aðstoð er einnig gefin í síma þjónustuvers RSK (442 1000) alla virka daga á milli kl. 9.00 og 15.30.
Hin leiðin er að þú farir til Ríkisskattstjóra (RSK) og óskir eftir staðfestu afriti skattframtala. Þá færðu skattframtölin afhent útprentuð og stimpluð (fullnægjandi stimpill er „Rétt endurrit staðfestir“). Fyrir þá þjónustu þarf að greiða 1.000 kr. fyrir einstaklinga en 1.500 kr. fyrir þá sem eru samskattaðir.
Íslenskupróf
• umsækjandi hefur náð 65 ára aldri og hefur átt lögheimili hér á landi síðustu 7 ár áður en umsókn er lögð fram;
• ef umsækjandi er í íslenskum grunnskóla eða undir grunnskólaaldri;
• ef umsækjandi getur staðfest með læknisvottorði eða öðrum viðeigandi vottorðum sérfræðings á viðkomandi sviði að honum sé ekki unnt að gangast undir próf af alvarlegum líkamlegum eða andlegum ástæðum;
• ef umsækjandi getur staðfest með viðhlítandi vottorði frá íslenskum skóla að hann hafi færni sem samsvarar þeim kröfum sem gerðar eru í reglugerð þessari.
Umsækjendur sem telja sig uppfylla undanþáguskilyrði verða að sýna fram á gögn því til stuðnings.
Sakaferill og sakavottorð