Ísland heimilaði tvöfalt ríkisfang hinn 1. júlí 2003. Fyrir þann tíma missti íslenskur ríkisborgari ríkisfang sitt við veitingu erlends ríkisfangs. Heimilt er að leggja fram beiðni um endurveitingu íslensks ríkisfangs eða tilkynningu um endurveitingu íslensks ríkisfangs.
Íslenskur ríkisborgari sem fæddur er og búsettur erlendis, getur í vissum tilvikum misst íslenskan ríkisborgararétt þegar hann hefur náð 22 ára aldri. Hægt er að leggja fram beiðni um að halda íslensku ríkisfangi.
Sum ríki leyfa ekki tvöfaldan ríkisborgararétt. Íslenskur ríkisborgari getur sótt um lausn frá íslensku ríkisfangi, sæki hann um ríkisborgararétt í ríki þar sem tvöfaldur ríkisborgararéttur er ekki heimilaður.