• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
      • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
    • Hafa samband
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Gagnakröfur

Gagnakröfur

Umsókn um dvalarleyfi

Fylgigögn umsóknar

Form fylgigagna

Frumrit fylgigagna eða staðfest afrit

Lögformleg staðfesting vottorða

Apostille vottun
Keðjustimplun

Skjalaþýðingar

Vottaðar yfirlýsingar

Sérstök skilyrði fyrir ákveðin fylgigögn

Forsjárgögn
Sakavottorð
Framfærslugögn
 

Umsókn um dvalarleyfi

Umsækjandi skal leggja fram viðeigandi eyðublað fyrir dvalarleyfi, sem Útlendingastofnun hefur útgefið. Eyðublaðið skal leggja fram í frumriti og vera vel útfyllt og undirritað af umsækjanda. Umboðsmanni er ekki heimilt að skrifa undir umsókn. Eyðublað sem fyllt er út með blýanti eða blýpenna telst ekki vera gild umsókn, þar sem slíkar umsóknir uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru vegna skjalavörslu.

Fylgigögn umsóknar

Með umsókn um dvalarleyfi skulu fylgja öll þau gögn og vottorð sem Útlendingastofnun gerir kröfu um til staðfestingar á því að umsækjandi uppfylli þau skilyrði sem fram koma í lögum og reglugerð um útlendinga og öðrum stjórnvaldsfyrirmælum. Upplýsingar um fylgigögn hverrar umsóknar má finna í umfjöllun um hvert dvalarleyfi fyrir sig.

Umsækjandi skal sjálfur afla nauðsynlegra fylgigagna með dvalarleyfisumsókn. Útlendingastofnun ber ekki að afla gagna sem vantar með umsókn. Útlendingastofnun er þó heimilt að afla upplýsinga og gagna í tengslum við umsókn telji stofnunin það nauðsynlegt við vinnslu umsóknar.

Form fylgigagna

Fylgigögn dvalarleyfisumsókna skulu vera á því formi sem Útlendingastofnun gerir kröfu um og staðfest með þeim hætti sem stofnunin metur nauðsynlegan. Hér á eftir er fjallað um helstu atriði sem varða form fylgigagna.

Frumrit fylgigagna eða staðfest afrit

Almennt er gerð krafa um að fylgigögn umsóknar séu lögð fram í frumriti. Heimilt er þó að leggja fram afrit af sakavottorði en önnur vottorð (s.s. fæðingarvottorð, hjúskaparvottorð, forsjárgögn) er heimilt að leggja fram í staðfestu afriti.

Með staðfestu afriti vottar opinbert stjórnvald sem til þess hefur heimild (ýmist útgáfuaðili vottorðins eða annar opinber aðili) að tekið hafi verið afrit af frumgagninu. Staðfestingin felur ekki í sér efnislega staðfestingu á innihaldi vottorðsins. Mikilvægt er að vottorð hafi fengið lögformlega staðfestingu (sjá hér að neðan) áður en tekið er af þeim staðfest afrit.

Fylgigögn sem eru skönnuð og send í tölvupósti teljast ekki vera gild, né heldur óstaðfest afrit frumgagna nema um sakavottorð sé að ræða.

Lögformleg staðfesting vottorða

Gerð er krafa um að frumrit erlendra vottorða sem lögð eru fram með umsókn séu lögformlega staðfest, þ.e. að staðfest hafi verið að þar til bært stjórnvald í útgáfulandi hafi gefið skjalið út eða staðfest það. Lögformleg staðfesting felur ekki í sér efnislega staðfestingu á innihaldi vottorðsins. Tvær viðurkenndar leiðir eru til þess að staðfesta vottorð og önnur skjöl lögformlega, apostille vottun og keðjustimplun. Hvor leiðin er farin ræðst af útgáfulandi vottorðsins. Aðrar vottanir geta einnig átt við.

Dæmi um vottorð sem þurfa að vera staðfest með apostille vottun eða keðjustimplun, eftir því sem við á:

  • Hjúskaparvottorð
  • Hjúskaparstöðuvottorð
  • Sambúðarvottorð
  • Fæðingarvottorð
  • Forsjárgögn
  • Skilnaðargögn
  • Dánarvottorð

Apostille vottun er gerð í útgáfulandi skjalsins og þarf því að koma frumriti vottorðsins til stjórnvalds sem veitir slíka vottun í útgáfulandinu.  Aðeins er hægt að fá apostille vottun í þeim ríkjum sem eru aðilar að Haag samningnum um afnám áskilnaðar um staðfestingu erlendra opinberra skjala.

Keðjustimplun (einnig kallað tvöföld staðfesting) er notuð í löndum þar sem ekki er hægt að fá apostille vottun. Það þýðir að vottorðið þarf tvo stimpla til að geta talist lögformlega staðfest, annan frá utanríkisráðuneyti þess lands sem gaf vottorðið út og hinn frá sendiskrifstofu Íslands gagnvart útgáfulandinu. 

Til að fá slíka stimplun þarf fyrst að senda frumskjalið til utanríkisráðuneytis þess lands sem gaf út skjalið. Viðkomandi ráðuneyti staðfestir skjalið og sendir það áfram til sendiráðs Íslands gagnvart útgáfulandinu eða umsækjandi sér sjálfur um að koma skjalinu til sendiráðsins. Sendiráð Íslands gagnvart útgáfulandinu staðfestir að lokum að fyrri stimpillinn sé réttur.

Skjalaþýðingar

Sé vottorð gefið út á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli, þarf að leggja fram frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda. Erlend vottorð má þýða yfir á íslensku, ensku eða Norðurlandatungumál og leita má til löggilts skjalaþýðanda bæði hér á landi og erlendis. Sé leitað til skjalaþýðanda erlendis þarf lögformlega staðfestingu á frumrit skjalaþýðingar.

Vottaðar yfirlýsingar

Í sumum tilvikum þarf umsækjandi að leggja fram vottaða yfirlýsingu. Dæmi um slíkt er þegar leggja þarf fram samþykkisyfirlýsingu þess forsjárforeldris sem ekki hyggst sækja um dvalarleyfi á Íslandi ásamt hinu forsjárforeldri og barni þeirra. Gerð er krafa um að yfirlýsingar séu lagðar fram í frumriti og séu dagsettar og undirritaðar af þeim aðila sem gefur yfirlýsinguna. Þá þarf yfirlýsingin að vera vottuð af opinberum aðila, t.d. af lögbókanda (þ.e. notarius publicus).

Sérstök skilyrði fyrir ákveðin fylgigögn

Forsjárgögn 
Skilyrði er að forsjárgögn séu ekki eldri en 6 mánaða þegar þau eru lögð fram hjá Útlendingastofnun. Séu gögnin eldri þarf staðfestingu útgáfuaðila forsjárgagnanna á því að þau séu enn í gildi.

Sakavottorð
Umsækjandi þarf að leggja fram sakavottorð sem gefið er út af því landi þar sem hann er búsettur. Sakavottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða þegar það er lagt fram miðað við dagsetningu umsóknar. Heimilt er að leggja fram afrit af sakavottorði og ekki er gerð krafa um að það sé lögformlega staðfest. Ef ástæða er til getur Útlendingastofnun óskað eftir vottuðu frumriti sakavottorðs eða að lögð séu fram sakavottorð frá fleiri ríkjum en búseturíki.

Mismunandi reglur geta gilt um útgáfu sakavottorða eftir löndum. Sakavottorð þarf að vera gefið út af æðsta yfirvaldi viðkomandi lands, sem heimilt er að gefa út slíkt vottorð, eða öðru yfirvaldi í því landi sem heimilt er að gefa út slíkt vottorð. Vottorðið þarf að sýna að leitað hafi verið í gagnagrunnum alls landsins en ekki einungis á ákveðnum svæðum (t.d. ríkjum eða fylkjum).

Dæmi um réttmætan útgefanda:

  • Bandaríkin – FBI sakavottorð (nánari upplýsingar um öflun FBI sakavottorðs)
  • Kanada – RCMP sakavottorð
  • Filippseyjar – NBI sakavottorð
  • Taíland – Royal Thai Police
  • Brasilía – Ministério da Justica – Polícia Federal
  • Mexíkó – SEGURIDAD - (Secretaría De Seguridad Y Protección Ciudadana)
  • Bretland – ACRO Criminal Record ( ACRO Criminal Records Office - Police Certificates )

Komi fram dómur á sakavottorði umsækjanda, þarf umsækjandi einnig að leggja fram staðfest gögn frá yfirvöldum um hvort og hvenær umsækjandi hafi lokið afplánun.

Athugið að oft tekur nokkurn tíma að fá útgefið sakavottorð og viðeigandi staðfestingu. 

Framfærslugögn
Mögulegt er að sýna fram á fullnægjandi framfærslu með fleiri en einum hætti. Gerð er sú krafa að framfærslugögn séu lögð fram í frumriti og staðfest af atvinnurekanda eða þeirri stofnun sem er útgefandi þeirra.

Leggja má fram útprentun á launaseðlum úr heimabanka, annars þurfa launaseðlar að vera staðfestir af atvinnurekanda.

Yfirlit banka um fjárhæð inneignar þarf að vera í frumriti, staðfest af viðeigandi banka, og í gjaldmiðli sem er alþjóðlega viðurkenndur og hægt að skipta í mynt sem er skráð hjá Seðlabanka Íslands. Útprentun reikningsyfirlits úr heimabanka er ekki fullnægjandi staðfesting.

Yfirlit yfir námsstyrk eða námslán þarf að vera í frumriti, staðfest af viðeigandi lán- eða styrkveitanda, og í gjaldmiðli sem er alþjóðlega viðurkenndur og hægt að skipta í mynt sem er skráð hjá Seðlabanka Íslands.

  • Hverjir þurfa dvalarleyfi?
  • Ferill umsókna
    • Útgáfustaðir D-áritana
  • Afgreiðslutími og umsóknir í vinnslu
  • Langtímavegabréfsáritun
  • Langtímavegabréfsáritun fyrir fólk í fjarvinnu og aðstandendur þess
  • Fjölskyldusameining
  • - Maki eða sambúðarmaki
  • - Barn
  • - Foreldri 67 ára og eldri
  • - Foreldri barns yngra en 18 ára
  • Atvinnuleyfi
    • Flýtimeðferð
  • Nám
    • Endurnýjun og námsárangur
  • Vistráðning / au-pair
  • Vinnudvöl fyrir ungt fólk
  • Sjálfboðaliðar
  • Trúboðar
  • Lögmætur tilgangur
  • Sérstök tengsl við Ísland
  • Ríkisborgarar EES/EFTA og aðstandendur þeirra
    • EES og EFTA ríkin
  • Ótímabundið dvalarleyfi
  • Réttindi
  • Grunnskilyrði
  • Gagnakröfur
    • FBI sakavottorð
  • Heimild til dvalar
  • Synjun umsóknar um dvalarleyfi
  • Afturköllun dvalarleyfis
  • Algengar spurningar
  • Brottvísun og endurkomubann

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd
  • Persónuverndarstefna

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til föstudaga 9 - 14

Símaþjónusta:
Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

444 0900

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hrmonitor 2021