Réttindi

ATH síðan er í vinnslu: Ný lög um útlendinga nr. 80/2016 taka gildi 1. janúar 2017 og verða breytingar á þessum leiðbeiningum í samræmi við ný lög.

Mismunandi er hvaða réttindi fylgja dvalarleyfum. Útlendingastofnun hvetur til þess að umsækjandi og aðrir sem koma að dvalarleyfisumsókn kynni sér vel hvaða réttindi fylgja því dvalarleyfi sem sótt er um.


Fjölskyldusameining

Atvinna

Nám

Vistráðning/Au-pair

Sérstök tengsl

Mannúðarleyfi

Búsetuleyfi

Aðstandendur ríkisborgara EES/EFTADvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar

Gefin eru út dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrir nánustu aðstandendur samkv. 13. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga. Réttindi sem fylgja hverju leyfi fyrir sig eru mismunandi.


Aðstandandi íslensks ríkisborgara

 • Makar, sambúðarmakar og börn mega vera stödd á landinu þegar sótt er um dvalarleyfi í fyrsta sinn séu viðkomandi þegar á Íslandi. Ekki eru gefnar út áritanir til að þessir aðilar komist til landsins áður leyfi er gefið út.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi. Leyfi fellur sjálfkrafa niður þegar leyfishafi hefur verið skráður úr landi lengur en þrjá mánuði. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður í öðrum tilvikum, sjá hér.
 • Leyfið er grundvöllur búsetuleyfis.
 • Aðeins makar/sambúðarmakar geta sótt um frekari fjölskyldusameiningu, það er nánustu ættingjar barna þeirra eða foreldra geta ekki sótt um fjölskyldusameiningar. Dæmi: Ef einstaklingur hefur dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli þess að vera barn útlendings sem kvæntur er íslenskum ríkisborgara, gengur sjálfur í hjónaband og vill fá maka sinn hingað, þá er það ekki unnt á grundvelli fjölskyldusameiningar. Makinn sem búsettur er erlendis þarf að sækja um dvalarleyfi fyrir sig á öðrum forsendum.


Réttur til atvinnuþátttöku

 • Maki þarf ekki atvinnuleyfi og er ekki bundinn ákveðnum atvinnurekanda.
 • Sambúðarmaki og ættmenni geta sótt um atvinnuleyfi en hafa ekki heimild til að vinna fyrr en atvinnuleyfið hefur verið samþykkt.
 • Barn yngra en 18 ára þarf ekki atvinnuleyfi en ef ætlunin er að vinna eftir 18 ára aldur þarf að sækja um atvinnuleyfi.


Þarf ekki dvalarleyfi

 • Eftir að hafa dvalið í löglegri dvöl í ákveðinn tíma þurfa eftirfarandi einstaklingar ekki dvalarleyfi:
  • Maki, ef hann hefur haft dvalarleyfi í þrjú ár samfellt hér á landi eftir stofnun hjúskapar.
  • Sambúðarmaki, þegar hann hefur verið búsettur hér á landi í sambúð í fimm ár frá skráningu sambúðar.
  • Barn íslensks ríkisborgara, þegar það hefur verið búsett hér á landi í annað hvort í tvö eða fimm ár, sjá nánar hér.


Aðstandandi útlendings með dvalarleyfi sem sérfræðingur

 • Maki, sambúðarmaki og börn mega vera stödd á landinu þegar sótt er um dvalarleyfi í fyrsta sinn ef viðkomandi er þegar á Íslandi.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi. Leyfi fellur sjálfkrafa niður þegar leyfishafi hefur verið skráður úr landi lengur en þrjá mánuði. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður í öðrum tilvikum, sjá hér.
 • Leyfið er grundvöllur búsetuleyfis.
 • Leyfishafi getur sótt um atvinnuleyfi en hann hefur ekki heimild til að vinna fyrr en atvinnuleyfi hefur verið samþykkt.
 • Barn yngra en 18 ára þarf ekki atvinnuleyfi en ef ætlunin er að vinna eftir 18 ára aldur þarf að sækja um atvinnuleyfi.


Aðstandandi útlendings með búsetuleyfi

 • Maki, sambúðarmaki og börn mega vera stödd á landinu þegar sótt er um dvalarleyfi í fyrsta sinn ef viðkomandi er þegar á Íslandi.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi. Leyfi fellur sjálfkrafa niður þegar leyfishafi hefur verið skráður úr landi lengur en þrjá mánuði. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður í öðrum tilvikum, sjá hér.
 • Leyfið er grundvöllur búsetuleyfis.
 • Leyfishafi getur sótt um atvinnuleyfi en hann hefur ekki heimild til að vinna fyrr en atvinnuleyfi hefur verið samþykkt.
 • Barn yngri en 18 ára þarf ekki atvinnuleyfi en ef ætlunin er að vinna eftir 18 ára aldur þarf að sækja um atvinnuleyfi.


Aðstandandi doktorsnema

 • Umsækjandi má ekki vera staddur á landinu þegar sótt er um dvalarleyfið í fyrsta sinn.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi, ætli hann að halda því.
 • Leyfið er ekki grundvöllur búsetuleyfis.
 • Ekki er heimilt að veita aðstandanda doktorsnema atvinnuleyfi.


Aðstandandi íþróttafólks

 • Umsækjandi má ekki vera staddur á landinu þegar sótt er um dvalarleyfið í fyrsta sinn.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi. Leyfi fellur sjálfkrafa niður þegar leyfishafi hefur verið skráður úr landi lengur en þrjá mánuði. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður í öðrum tilvikum, sjá hér.
 • Leyfið er ekki grundvöllur búsetuleyfis.
 • Ekki er heimilt að veita aðstandanda íþróttafólks atvinnuleyfi.


Aðstandandi útlendings með dvalarleyfi af mannúðarástæðum

 • Maki, sambúðarmaki og börn mega vera stödd á landinu þegar sótt er um dvalarleyfi í fyrsta sinn ef viðkomandi er þegar á Íslandi.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi. Leyfi fellur sjálfkrafa niður þegar leyfishafi hefur verið skráður úr landi lengur en þrjá mánuði. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður í öðrum tilvikum, sjá hér.
 • Leyfið er grundvöllur búsetuleyfis.
 • Leyfishafi getur sótt um atvinnuleyfi en er ekki heimilt að vinna fyrr en atvinnuleyfið hefur verið samþykkt.
 • Barn yngri en 18 ára þarf ekki atvinnuleyfi en ef ætlunin er að vinna eftir 18 ára aldur þarf að sækja um atvinnuleyfi.


Aðstandandi útlendings með dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla

 • Maki, sambúðarmaki og börn mega vera stödd á landinu þegar sótt er um dvalarleyfi í fyrsta sinn ef viðkomandi er þegar á Íslandi.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi. Leyfi fellur sjálfkrafa niður þegar leyfishafi hefur verið skráður úr landi lengur en þrjá mánuði. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður í öðrum tilvikum, sjá hér.
 • Leyfið er grundvöllur búsetuleyfis.
 • Leyfishafi getur sótt um atvinnuleyfi en er ekki heimilt að vinna fyrr en atvinnuleyfið hefur verið samþykkt.
 • Barn yngri en 18 ára þarf ekki atvinnuleyfi en ef ætlunin er að vinna eftir 18 ára aldur þarf að sækja um atvinnuleyfi.


Aðstandandi útlendings með dvalarleyfi sem flóttamaður

 • Maki, sambúðarmaki og börn mega vera stödd á landinu þegar sótt er um dvalarleyfi í fyrsta sinn ef viðkomandi er þegar á Íslandi.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili.
 • Leyfið er grundvöllur búsetuleyfis.
 • Leyfishafi getur sótt um atvinnuleyfi en er ekki heimilt að vinna fyrr en atvinnuleyfið hefur verið samþykkt.
 • Barn yngri en 18 ára þarf ekki atvinnuleyfi en ef ætlunin er að vinna eftir 18 ára aldur þarf að sækja um atvinnuleyfi.


Dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku

Gefin eru út dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar, fyrir íþróttafólk og vegna skorts á vinnuafli. Um öll dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku á eftirfarandi við:

 • Umsækjandi má ekki vera staddur á landinu þegar sótt er um dvalarleyfið í fyrsta sinn.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi. Leyfi fellur sjálfkrafa niður þegar leyfishafi hefur verið skráður úr landi lengur en þrjá mánuði. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður í öðrum tilvikum, sjá hér.
 • Leyfið er gefið út til eins árs í senn.


Eftirfarandi leyfum fylgja þessi réttindi:

Dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar

 • Veitir rétt til fjölskyldusameiningar.
 • Er grundvöllur búsetuleyfis.


Dvalarleyfi fyrir íþróttafólk

 • Veitir rétt til fjölskyldusameiningar.
 • Er ekki grundvöllur búsetuleyfis.


Dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli

 • Veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar.
 • Er ekki grundvöllur búsetuleyfis.
 • Heimilt er að framlengja leyfið einu sinni, þ.e. samanlögð dvöl getur ekki farið yfir tvö ár. Við sérstakar aðstæður er þó heimilt að endurnýja leyfið til lengri tíma ef um er að ræða tímabundna afmarkaða verkframkvæmd sem fyrir liggur að taki lengri tíma en tvö ár.
 • Ekki er unnt að fá leyfi á þessum grundvelli að nýju fyrr en viðkomandi hefur dvalist erlendis samfellt í tvö ár frá lokum gildistíma leyfisins.


Dvalarleyfi fyrir námsmenn

 • Umsækjandi má ekki vera staddur á landinu þegar sótt er um dvalarleyfið í fyrsta sinn.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi. Leyfi fellur sjálfkrafa niður þegar leyfishafi hefur verið skráður úr landi lengur en þrjá mánuði. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður í öðrum tilvikum, sjá hér.
 • Leyfið veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar. Undantekning er fyrir doktorsnema og bandaríska námsmenn.
 • Er ekki grundvöllur búsetuleyfis.
 • Leyfi fyrir almennan námsmann er gefið út í sex mánuði í senn en doktorsnema í ár.
 • Leyfishafi getur sótt um atvinnuleyfi fyrir námsmann í allt að 15 vinnustundir á viku (40%), nema þegar um er að ræða vinnu í námsleyfi eða verknámi, en hefur ekki heimild til að vinna fyrr en atvinnuleyfið hefur verið samþykkt.
 • Leyfishafi getur að námi loknu sótt um atvinnu- og dvalarleyfi sem sérfræðingur ef tiltekið starf tengist menntun hans. Ekki er öruggt að leyfi verði veitt.


Dvalarleyfi vegna vistráðningar/au-pair

 • Umsækjandi má ekki vera staddur á landinu þegar sótt er um dvalarleyfið í fyrsta sinn.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi. Leyfi fellur sjálfkrafa niður þegar leyfishafi hefur verið skráður úr landi lengur en þrjá mánuði. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður í öðrum tilvikum, sjá hér.
 • Leyfið veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar.
 • Leyfið er ekki grundvöllur búsetuleyfis.
 • Leyfið er gefið út til eins árs og er ekki endurnýjanlegt.
 • Leyfishafi hefur ekki heimild til þess að vinna á almennum vinnumarkaði.
 • Ekki er heimilt að veita leyfishafa dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku, hvorki sem sérfræðingur, íþróttamaður eða vegna skorts á vinnuafli, fyrr en að lokinni tveggja ára samfelldri dvöl erlendis frá lokum gildistíma vistráðningar/au-pair leyfisins.


Dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla

 • Umsækjandi má ekki vera staddur á landinu þegar sótt er um dvalarleyfið í fyrsta sinn.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi. Leyfi fellur sjálfkrafa niður þegar leyfishafi hefur verið skráður úr landi lengur en þrjá mánuði. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður í öðrum tilvikum, sjá hér.
 • Leyfið veitir rétt til fjölskyldusameiningar.
 • Leyfið er grundvöllur búsetuleyfis.
 • Leyfið er gefið út til eins árs í senn.
 • Leyfishafi getur sótt um atvinnuleyfi en hefur ekki heimild til að vinna fyrr en atvinnuleyfið hefur verið samþykkt.


Dvalarleyfi af mannúðarástæðum

 • Umsækjandi skal vera staddur á landinu þegar sótt er um dvalarleyfið í fyrsta sinn.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en þrjá mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi, ætli hann að halda því.
 • Leyfið veitir rétt til fjölskyldusameiningar.
 • Leyfið er grundvöllur búsetuleyfis.
 • Leyfið er gefið út til eins árs í senn.
 • Leyfishafi getur sótt um atvinnuleyfi en hefur ekki heimild til að vinna fyrr en atvinnuleyfið hefur verið samþykkt.


Búsetuleyfi

 • Búsetuleyfi felur í sér ótímabundinn rétt til dvalar hér á landi.
 • Hafi leyfishafi óbundið atvinnuleyfi má hann vinna óháð atvinnurekanda.
 • Leyfishafi getur dvalið erlendis í allt að 18 mánuði á fjögurra ára tímabili. Í ákveðnum tilvikum getur Útlendingastofnun heimilað leyfishafa að dvelja erlendis lengur en 18 mánuði, að fenginni skriflegri beðni þar um. Leyfishafi þarf að leggja fram beðni um að fá að dvelja erlendis lengur en 18 mánuði áður en 18 mánuðirnir eru liðnir.
 • Búsetuleyfi veitir rétt til fjölskyldusameiningar.
 • Leyfishafi sem fékk útgefið búsetuleyfi sem barn má vinna óháð atvinnurekanda.


Aðstandandi EES- eða EFTA borgara - Réttur til dvalar

 • Umsækjandi má vera staddur á landinu þegar sótt er um dvalarskírteini í fyrsta sinn ef viðkomandi er þegar á Íslandi.
 • Dvalarskírteini er gefið út til fimm ára í senn.
 • Leyfishafi má ekki dvelja erlendis lengur en sex mánuði á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi. Leyfi fellur sjálfkrafa niður þegar leyfishafi hefur verið skráður úr landi lengur en sex mánuði. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella dvalarleyfi niður í öðrum tilvikum, sjá hér.
 • Aðstandandi getur öðlast ótímabundinn rétt til dvalar eftir fimm ára samfellda dvöl hér á landi, sjá hér.
 • Réttur til dvalar er ekki grundvöllur búsetuleyfis.
 • Umsækjandi þarf ekki atvinnuleyfi og er ekki bundinn ákveðnum atvinnurekanda.
 • Ótímabundinn réttur til dvalar fellur sjálfkrafa niður eftir tveggja ára samfellda dvöl erlendis.